Um „Merkt Vegan“

Óflokkað

Þessi síða er tileinkuð öllum vörum sem merktar eru sem VEGAN og finnast á Íslandi. Ef þú hefur áhuga á að hjálpa eða veist um vörur sem iega heima á þessum lista, endilega sendu myndir á merktvegan@dordingull.com

Einnig er hægt að senda myndir hér: SENDA MYND

Til að byrja með tók ég myndir sem ég fann heima hjá mér og mun í framhaldi taka myndir af vörum þegar ég finn þær í matvörumörkuðum, eða öðrum vörum sem hugsanlega selja vörur sem sérstaklega eru merktar Vegan.

Mikilvægt er að sýna góða mynd af vörunni, og einnig hvar fram kemur orðið “Vegan”, „100% vegital“  eða einhver sönnun á því að varan sé innihaldi ekki dýraafurðir né sé prufuð á dýrum. Við leggjum ekkert mat á vörunar, verð, gæði né innihald að öðru leiti en þau einföldu skilyrði að vara sé VEGAN.

Eins og stendur eru eftirfarandi flokkar í boði:

Bætiefni
Fatnaður
Heilsa
Hreinlætisvörur
Matvörur
Snyrtivörur

Ef þú hefur hugmynd hvernig bæta má þessa síðu endilega hafðu samband:  merktvegan@dordingull.com

Þessi síða er unnin af samtökum grænmetisæta á Íslandi.